Búi Baldvinsson, eigandi og kvikmyndaframleiðandi hjá Hero Productions á Íslandi, segir samstarf við kínversk kvikmyndafyrirtæki bjóða upp á mikil tækifæri. Hann vinni markvisst að því að efla þau tengsl
— Morgunblaðið/Eyþór

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Búi Baldvinsson, eigandi og kvikmyndaframleiðandi hjá Hero Productions á Íslandi, segir samstarf við kínversk kvikmyndafyrirtæki bjóða upp á mikil tækifæri. Hann vinni markvisst að því að efla þau tengsl.

Búi ræddi þessi tækifæri í fyrirlestri í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur á dögunum. Viðburðurinn var hluti af fyrirlestraröðinni Snarl og spjall um Kína sem Konfúsíusarstofnunin Norðurljós stendur að í samvinnu við Kínversk-íslenska menningarfélagið, KÍM.

Fram kom í kynningarefni vegna viðburðarins að Hero Productions sérhæfir sig í stuðningi við leiknar kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildarmyndir og myndatökur.

...