Ann Wilson veit hvað hún syngur.
Ann Wilson veit hvað hún syngur. — AFP/Frazer Harrison

Enginn er lengur maður með mönnum nema að hann sé byrjaður með hlaðvarp. Ann Wilson, söngkona rokkbandsins ólseiga Heart, lætur ekki sitt eftir liggja og á dögunum hrinti hún af stokkunum hlaðvarpsþætti sínum After Dinner Thinks With Ann Wilson. Þar hyggst hún ræða um vinnuna, heimilislífið, alheiminn, kvikmyndir, stjórnmál, tónlist, hunda, galdra og allt þarna á milli.

Ef marka má fyrsta þáttinn, þar sem gestur var maður að nafni Criss Cain, mun Wilson þó fara varlega í pólitíkina enda þótt hún viðurkenni að erfitt geti verið að bíta í vörina á sér í öllum þeim hávaða og glundroða sem ríki nú um stundir, ekki síst heima í Bandaríkjunum, þar sem sjálfur sannleikurinn sé oftar en ekki fórnarlambið. „Hafandi flutt frá Seattle í Washington, suður á bóginn, eins og ég gerði fyrir tíu árum, tók það mig tíma að læra þessa lexíu,“ segir hún í

...