Meira að segja Boris Johnson setti ofaní við Donald Trump vegna rangfærslna hans um Selenskí. Í Moskvu fögnuðu hins vegar undirsátar Pútins.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Gengið er til kosninga í Þýskalandi nú sunnudaginn 23. febrúar. Þar eins og hér í október ákvað leiðtogi þriggja flokka stjórnar að slíta stjórnarsamstarfinu áður en kjörtímabilinu lyki, ekki yrði lengra komist vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Líkur eru á að þar eins og hér falli einn stjórnarflokkanna út af þingi.

Kannanir benda til að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), fái 29% atkvæða og næstur komi flokkur til hægri við þá Alternative für Deutschland (AfD) með 21%, Jafnaðarmenn (SPD) fái 16% og Græningjar 13%. Síðan eru tveir jaðarflokkar til vinstri með 7% og 5% og loks stjórnarflokkurinn Frjálsir demókratar með 4%.

...