Minningartónleikar um tónlistarmanninn Árna Grétar, betur þekktan sem Futuregrapher, verða haldnir í Gamla Bíói á þriðjudaginn, 25. febrúar, kl. 19 en Árni lést 4. janúar. Segir í tilkynningu að Árni hafi verið ómissandi hluti af íslenskri…

Minningartónleikar um tónlistarmanninn Árna Grétar, betur þekktan sem Futuregrapher, verða haldnir í Gamla Bíói á þriðjudaginn, 25. febrúar, kl. 19 en Árni lést 4. janúar. Segir í tilkynningu að Árni hafi verið ómissandi hluti af íslenskri raftónlistarsenu og skilji eftir sig stórt skarð sem erfitt verði að fylla. Til að heiðra minningu hans ætla helstu raftónlistarmenn landins að sameinast á tónleikunum en Árni lætur eftir sig tvo syni og mun allur ágóðinn renna til þeirra.