Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna (BN), segir áformað að hefja jarðvinnu við ný fjölbýlishús félagsins í Arnarbakka í Breiðholti í vor. Niðurrif eldri mannvirkja sé þegar hafið
Arnarbakki 2-4 Gamalt verslunarhúsnæði verður rifið til að rýma fyrir tveimur fjölbýlishúsum fyrir námsmenn.
Arnarbakki 2-4 Gamalt verslunarhúsnæði verður rifið til að rýma fyrir tveimur fjölbýlishúsum fyrir námsmenn. — Teikning/Gríma arkitektar/Tendra arkitektúr

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna (BN), segir áformað að hefja jarðvinnu við ný fjölbýlishús félagsins í Arnarbakka í Breiðholti í vor. Niðurrif eldri mannvirkja sé þegar hafið.

Félagið byggir 70 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum í Arnarbakkanum en jafnframt verður leikskóli á jarðhæð annars hússins.

Alverk byggir húsin, sem eru teiknuð af Grímu arkitektum og Tendra arkitektúr. Þá sér verkfræðistofan Dynja um byggingarstjórn og eftirlit með framkvæmdum.

Margra ára undirbúningur

Böðvar segir undirbúning verkefnisins hafa staðið í tæp fimm ár. Að jafnaði liggi fyrir 200-300 umsóknir eftir íbúðum hjá félaginu og muni framkvæmdin hjálpa til við að vinna

...