„Ég ætla að fara mjög djúpt inn í ástina og ég valdi konudaginn til að flytja þessa tónlist, þó svo að hann sé ekki sérstakur ástardagur, en ég hugsaði þetta út frá hinu kvenlega, hinni mjúku og gefandi orku,“ segir tónlistarkonan Ólöf…
Ólöf Arnalds „Mér finnst hásumarið erfiðara en dimmasti tími ársins, hins vegar tek ég birtunni fagnandi.“
Ólöf Arnalds „Mér finnst hásumarið erfiðara en dimmasti tími ársins, hins vegar tek ég birtunni fagnandi.“ — Ljósmynd/Oliver Devaney

Viðtal

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Ég ætla að fara mjög djúpt inn í ástina og ég valdi konudaginn til að flytja þessa tónlist, þó svo að hann sé ekki sérstakur ástardagur, en ég hugsaði þetta út frá hinu kvenlega, hinni mjúku og gefandi orku,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds um tónleika sem hún blæs til í Kornhlöðunni á morgun sunnudag, en þar ætlar hún að töfra fram seið af hjartnæmum ástarlögum úr eigin ranni, sem og eftir aðra höfunda.

„Ég ætla meðal annars að bjóða upp á lög sem verða á næstu plötu minni sem kemur út hjá Bella Union útgáfu, en sú heitir Spíra, og sum laganna á henni eru einmitt helguð ástinni. Titill þessarar væntanlegu plötu vísar til fræs eða annars sem spírar, lifnar við, en þó að platan komi ekki út

...