Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 11. febrúar sl., 94 ára að aldri.

Dóra fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Dalmannsson gullsmiður og Jóhanna Margrét Samúelsdóttir húsmóðir.

Dóra stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík en hugur hennar stóð snemma til þess að læra gullsmíði. Hún lærði fyrst hjá föður sínum en um tvítugt hóf hún nám í gullsmíði við Kunstfackskólann í Stokkhólmi eftir ársdvöl í lýðháskólanum Tärna í Svíþjóð. Samhliða gullsmíðanáminu nam hún leturgröft á verkstæði í Stokkhólmi, var í lýðháskóla í Lunden í Norður-Þýskalandi 1953-54 og stundaði framhaldsnám í gullsmíði við Vereinigte Gold und Werkschule í Pforzheim í Þýskalandi 1954.

Dóra starfaði að námi loknu á verkstæði föður síns og tók við rekstrinum árið 1970 þegar

...