
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Eins og frægt er úr Fóstbræðrasögu og fleiri heimildum barðist Þormóður Kolbrúnarskáld með Ólafi digra (síðar helga) Haraldssyni, Noregskonungi, í orrustunni á Stiklastöðum árið 1030. Þar féllu þeir báðir, konungurinn og skáldið. Sagt er að hátt hafi látið í holsárum manna eftir bardagann „sem náttúra er til sáranna“. Í grein um lækningar í Íslendingasögum giskar Óttar Guðmundsson geðlæknir á að átt sé við blásturshljóð sem berast frá brjóstkassa eftir mikil sár. Nú gerist það að bóndi nokkur kemur inn í kornhlöðu þar sem þeir sem særðust í orrustunni leituðu skjóls, þeirra á meðal Þormóður. Bóndinn hefur hávær hljóðin í holsárunum í flimtingum og brigslar hinum sáru um hugleysi. Þormóður hefur enga vafninga á
...