Ég er á því að umgengni við listir og menningu geti hjálpað til við mannrækt kynslóðanna. Manneskja sem nýtur listar er heilsteyptari manneskja.
„Við viljum að Sinfóníuhljómsveitin sé í fararbroddi á Norðurlöndum,“ segir Guðni.
„Við viljum að Sinfóníuhljómsveitin sé í fararbroddi á Norðurlöndum,“ segir Guðni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin á virðulegan aldur, en í marsmánuði 1950 hélt hún sína fyrstu tónleika í Austurbæjarbíói. Í tilefni 75 ára afmælisins verður mikið um dýrðir í Hörpu.

Guðni Tómasson var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hann er sannarlega ekki ókunnur störfum hljómsveitarinnar, var um tíma stjórnarformaður, sat í stjórn Hörpu og var formaður listráðs Hörpu. Hann er þekktur fyrir störf sín hjá Ríkisútvarpinu, þar sem hann sá um tónlistar- og menningarþætti á Rás 1 og kynnti útsendingar Sinfóníuhljómsveitarinnar um árabil, þar á meðal í hinum vinsælu sjónvarpsútsendingum Klassíkin okkar, ásamt Höllu Oddnýju Magnúsdóttur.

Spurður hvenær áhugi hans á klassískri tónlist hafi vaknað segir Guðni að það hafi verið á unglingsárum. „Foreldrar mínir áttu dálítinn slatta af plötum. Ég

...