Ríflega 850 milljónir króna voru greiddar úr ríkissjóði í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar í lok síðasta árs. Þessi upphæð var fengin af fjáraukalögum og bættist við 5,3 milljarða króna sem þegar höfðu verið greiddir út
Jólamynd Hallmark-myndin The Christmas Quest var tekin hér.
Jólamynd Hallmark-myndin The Christmas Quest var tekin hér.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Ríflega 850 milljónir króna voru greiddar úr ríkissjóði í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar í lok síðasta árs. Þessi upphæð var fengin af fjáraukalögum og bættist við 5,3 milljarða króna sem þegar höfðu verið greiddir út. Endurgreiðslur námu því rúmum sex milljörðum króna í fyrra sem er met. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu voru ríflega fjórir milljarðar greiddir út vegna framleiðslu á sjónvarpsþáttunum True Detective hér.

Í nýbirtu yfirliti á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands kemur fram að hæsta endurgreiðslan var vegna Hallmark-jólamyndarinnar Christmas Quest, rúmar 146 milljónir króna. Önnur Hallmark-jólamynd var tekin hér og fékk endurgreiðslu; The Finnish Line, en endurgreiðslur hennar námu um 70 milljónum. Næst hæsta upphæðin

...