Minningarsjóður Guðfreðs Hjörvars Jóhannessonar, í varðveislu Söngskólans í Reykjavík, veitti á dögunum sjö nemendum skólans styrki upp á 300.000 kr. hver. Segir í tilkynningu að alls hafi 2,1 milljón verið úthlutað úr sjóðnum og á þeim sjö árum sem …
Styrkþegar Sjö nemendur skólans fengu styrki í þetta sinn úr sjóðnum.
Styrkþegar Sjö nemendur skólans fengu styrki í þetta sinn úr sjóðnum.

Minningarsjóður Guðfreðs Hjörvars Jóhannessonar, í varðveislu Söngskólans í Reykjavík, veitti á dögunum sjö nemendum skólans styrki upp á 300.000 kr. hver. Segir í tilkynningu að alls hafi 2,1 milljón verið úthlutað úr sjóðnum og á þeim sjö árum sem liðin séu frá stofnun sjóðsins hafi 25 nemendur hlotið styrki úr honum. Styrkþegar að þessu sinni eru þau Aþena Helgadóttir, Bjarni Freyr Gunnarsson, Dag­björt Ósk Jóhanns­dóttir, Ellert Blær Guðjónsson, Jón Marteinn Gunnlaugsson, Laufey Ósk Jóns og Olga ­María Rúnarsdóttir.

„Nemendurnir efnilegu, sem hlutu styrkina, komu fram á stuttum tónleikum af þessu tilefni í sal Söngskólans í Reykjavík við Laufásveg. Hrönn Þráinsdóttir, kennari við skólann, lék með á píanó. Stjórn sjóðsins afhenti styrkina í lok tónleikanna og minntist Guðfreðs.“ Þá er markmið sjóðsins að styrkja unga og efnilega nemendur við Söngskólann í Reykjavík og skulu þeir valdir af stjórn sjóðsins.