„Lai Tho Meng og kona hans, Chou Sau Lain, eru 85 ára og ákaflega heilsuhraust. Lai dregur enga dul á hvers vegna þau hjónin verði varla vör við háan aldur sinn, „við höldum svona góðri heilsu af því við böðum okkur ekki,“ segir…
Hjónin Lai og Chou höfðu engin not fyrir svona lagað fyrir fjörutíu árum.
Hjónin Lai og Chou höfðu engin not fyrir svona lagað fyrir fjörutíu árum. — Morgunblaðið/Ásdís

„Lai Tho Meng og kona hans, Chou Sau Lain, eru 85 ára og ákaflega heilsuhraust. Lai dregur enga dul á hvers vegna þau hjónin verði varla vör við háan aldur sinn, „við höldum svona góðri heilsu af því við böðum okkur ekki,“ segir Lai og deplar ekki auga, enda er honum fúlasta alvara.“

Með þessum orðum hófst frétt í Morgunblaðinu seint í febrúar 1985, heimildin var útsendari AP-fréttastofunnar í Kúala Lúmpúr.

Raunar viðurkenndi Lai að hann færi einu sinni í bað á ári, á áramótakvöldi Kínverja, en þau Lai og Chou voru kínversk þótt þau væru búsett í Malasíu. Lai sagði að þau renndu aðeins rökum svampi yfir líkamann daglega, böð yllu hitatapi sem væri heilsuspillandi. „Ég svindla einu sinni á ári, en get ekki sagt að mér líði neitt sérstaklega vel þegar baðinu árlega er lokið. Kona mín hefur ekki farið í bað í 20 ár. Faðir

...