Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, verður haldið í Hörpu dagana 9. til 15. apríl næstkomandi. Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem fagnaði 90 ára afmæli sínu 26

Harpa 2018 Þeir voru ekki háir í loftinu þegar þeir mættust við skákborðið Vignir Vatnar og Praggnanandhaa.
— Morgunblaðið/Ómar
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, verður haldið í Hörpu dagana 9. til 15. apríl næstkomandi.
Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem fagnaði 90 ára afmæli sínu 26. janúar sl.
Friðrik var meðal þátttakenda í fyrsta Reykjavíkurskákmótinu sem fram fór árið 1964. Lenti hann í þriðja sæti á eftir sigurvegaranum Mikail Tal og Svetozar Gligoric.
Reykjavíkurskákmótið er hápunkturinn í skáklífi Íslendinga ár hvert og hefur áhugi innlendra jafnt sem erlendra skákmanna farið vaxandi. Mótið hefur um margra ára skeið verið haldið í Hörpu og hefur reglan verið sú að mótinu ljúki á þriðjudegi fyrir páska. Í fyrra fór mótið fram
...