Haukakonurnar Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir eru nýliðar í æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem kemur saman til æfinga hér á landi 3. mars. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo leiki gegn…

Nýliði Sonja Lind Sigsteinsdóttir er nýliði í landsliðshópnum.
— Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Haukakonurnar Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir eru nýliðar í æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem kemur saman til æfinga hér á landi 3. mars. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo leiki gegn Ísrael í undankeppni HM 2025 sem fara fram á Ásvöllum dagana 9. og 10. apríl. Sigurvegarinn úr einvíginu tryggir sér sæti í lokakeppni HM en hópinn má sjá í heild sinni mbl.is/sport/handbolti.