Hætt er við að ýmislegt hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum.
Lakkbuxur frá VdeV breiddust út eins og eldur í sinu um Parísarborg.
Lakkbuxur frá VdeV breiddust út eins og eldur í sinu um Parísarborg.

Vorið hafði haldið innreið sína í París strax í febrúarbyrjun 1965. Með þessum orðum átti tískufrömuðurinn Gunnar Larsen ekki aðeins við tískuhúsin, heldur höfðu veðurguðirnir brosað framan í borgarbúa upp á síðkastið. Sem dæmi um það nefndi hann í grein sinni í Morgunblaðinu, að þegar fyrsta tískusýningin var haldin hafi verið nærri 12 stiga hiti. Á þessum árum var orðið tízka vitaskuld með zetu – sem við hljótum öll að vera sammála um að fer því margfalt betur. Tóm vitleysa að slaufa zetunni.

Sögulegir atburðir létu ekki standa á sér, þagar um tvö þúsund blaðamenn hópuðust saman í París þetta vor til að fá nýjustu fregnirnar af tískunni. „Í þetta sinn var það almenn verkföll sem hafa lamað hið daglega líf meira og minna undanfarið. Í upphafi tízkusýninganna var borgin rafmagnslaus í 24 klukkustundir, öll umferð lá niðri og vortízkan var sýnd í daufri

...