Donald Trump Bandaríkjaforseti vildi ekki svara í því í gærkvöldi, spurður á blaðamannafundi í Hvíta húsinu, hvort hann teldi að Vladimír Pútín forseti Rússlands væri einræðisherra.
Degi áður hafði Trump fullyrt að Volodimír Selenskí, sem kjörinn var forseti Úkraínu árið 2019, væri einræðisherra.
Pútín hefur stýrt landi sínu frá aldamótum og hefur ítrekað komið í veg fyrir að landsmenn hafi raunverulegt val um leiðtoga þegar gengið er til kosninga.
Trump svaraði spurningunni einungis á þá leið að hann teldi að Pútín og Selenskí þyrftu að koma saman til fundar. „Við viljum hætta að drepa milljónir manna,“ sagði Trump. Tala látinna í innrásarstríði Rússa er þó ekki talin hafa náð einni milljón, hvað þá milljónum.
...