
Sviðsljós
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það var barist um miðana. Sætin fóru fyrst og svo miðar í stæði. Það er greinilegt að fólk hefur þyrst í stórtónleika á Íslandi og þetta gefur okkur byr undir báða vængi varðandi frekara tónleikahald,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live.
Tilkynnt var í síðustu viku að bandaríska rokkhljómsveitin The Smashing Pumpkins væri á leiðinni til Íslands og mun halda tónleika í Laugardalshöllinni 26. ágúst. Óhætt er að segja að þessum tíðindum hafi verið vel tekið og miðar seldust upp á einum degi í lok vikunnar. Miðaverð á tónleikana hefur verið gagnrýnt en samantekt Morgunblaðsins sýnir að miðaverð í stæði er í mörgum tilvikum lægra en tíðkast hefur á stórtónleikum hér á landi þegar tekið er tillit
...