Erlingur Óskarsson var fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 16. júní 1948. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 5. febrúar 2025.

Foreldrar hans voru Óskar Kristjánsson, f. 30.7. 1921, d. 29.10. 2005 og Stefanía Aðalheiður Friðbertsdóttir, f. 28.6. 1927, d. 22.9. 2016. Erlingur var elstur fjögurra systkina, hin eru: Sigríður, f. 1950, Kristján Albert, f. 1955, og Aðalheiður Ósk, f. 1961.

Erlingur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Rósu Hrönn Hrafnsdóttur, f. 3. desember 1951. Hún er dóttir hjónanna Hrafns Sveinbjörnssonar, f. 1928, d. 1997, og Báru Olsen, f. 1928, d. 2023.

Börn Erlings og Rósu: 1) Þorsteinn Óskar, f. 1970. Börn hans eru Sturlaugur Fannar, f. 1986, Rakel Rósa, f. 1996, Sólveig Erla, f. 2000, og Friðbert Óskar, f. 2003. 2) Hrafnhildur Bára, f. 1973. Eiginmaður hennar er Helgi

...