Rithöfundurinn Jónína með bók sína <strong><em>Konurnar á Eyrarbakka</em></strong> sem kom út 2023.
Rithöfundurinn Jónína með bók sína Konurnar á Eyrarbakka sem kom út 2023.

Jónína Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík og ólst upp á Bakkastíg í Vesturbænum fyrstu tvö árin. Þá flutti fjölskyldan á Framnesveg 20b. „Húsið er raðhúsalengja, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og þau voru kölluð bankahúsin. Þar átti ég heima til níu ára aldurs og þá fluttum við inn á Otrateig 4, en í hjarta mínu er ég Vesturbæingur.“

Jónína byrjaði í tímakennslu á Ránargötu sex ára og lærði þar að lesa, en hún hafði lært stafina mjög ung. „Síðan var ég í Öldugötuskólanum fyrstu tvö árin hjá Jens Hallgrímssyni, sem var einstakur kennari. Það er ómetanlegt að fá svona gott veganesti,“ segir hún, en þaðan fór hún í Laugalækjarskóla, sem var miklu stærri skóli.

Þegar Jónína var níu ára byrjaði hún í ballett, fyrst hjá Sigríði Ármann og síðan í Þjóðleikhúsinu og var þar alveg til 18 ára aldurs. Þá fór hún í leiklistarskóla SÁL í

...