Hin ástralska Gibson tilkynnti á spjallsíðum og síðar samfélagsmiðlum að hún hefði greinst með ólæknandi heilakrabba og að læknarnir gæfu henni „sex vikur; fjóra mánuði í mesta lagi“.
Kaitlyn Dever sýnir stórleik sem hin brenglaða Belle Gibson í nýjum Netflix-þætti.
Kaitlyn Dever sýnir stórleik sem hin brenglaða Belle Gibson í nýjum Netflix-þætti. — Netflix

Sagan af Belle Gibson er lyginni líkust, enda sjaldgæft að fólk leggist svo lágt að ljúga til um krabbamein í heila til þess að öðlast frægð, fá athygli og þéna peninga. Hin ástralska Gibson tilkynnti á spjallsíðum og síðar samfélagsmiðlum að hún hefði greinst með ólæknandi heilakrabba og að læknarnir gæfu henni „sex vikur; fjóra mánuði í mesta lagi“, eins og hún orðaði það. Hún þóttist hafa læknað sig sjálfa með hollu fæði og í árdaga Instagram birti hún ljósmyndir af sjálfri sér ásamt myndum af mat og uppskriftum. Fylgjendum fór sífjölgandi og gaf það fjölmörgum raunverulegum krabbameinssjúklingum falsvonir – og mætti því ætla að hún ætti jafnvel þátt í dauða þeirra sem fylgdu hennar fordæmi að afþakka nútímalækningar. Á Netflix má nú finna seríuna Apple Cider Vinegar, um sögu Gibson, en það er Kaitlyn Dever sem leikur hana snilldarlega.

Dó á

...