
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þungatakmarkanir á vegum á vestanverðu landinu hamla flutningum og núverandi ástand í samgöngumálum þar gæti orðið viðvarandi. Þetta segir í ályktun bæjarstjórnar Vesturbyggðar, þar sem lýst er miklum áhyggjum af ástandi og viðhaldsleysi vega þar um slóðir. Takmarkanir á þunga bíla hamla flutningi á vörum og þjónustu, sem leiðir til aukins kostnaðar fyrir fyrirtæki og skerðir samkeppnishæfni þeirra, segir í ályktunni þar sem stjórnvöld eru hvött til úrbóta. Nauðsynlegt sé að forgangsraða endurbótum á vegakerfi Vestfjarða og Vesturlands. Einnig að tryggja fjármagn til reglubundins viðhalds og uppbyggingar á vegum.
„Samgöngur hafa löngum verið erfiðar á Vestfjörðum og sú staða sem nú er komin upp er með öllu óásættanleg. Slæmar samgöngur draga úr aðdráttarafli
...