
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Hin eiginlegu meirihlutaskipti átti sér stað á aukafundi borgarstjórnar í gær, en þar var kosið í helstu ráð og stöður. Þar horfðu flestir ugglaust til borgarstjórastólsins, en það má einnig nokkuð lesa í það hvernig önnur sæti skipuðust.
Borgarstjóri: Heiða Björg Hilmisdóttir (S).
Formaður borgarráðs: Líf Magneudóttir (V).
Forseti borgarstjórnar og formaður velferðarráðs: Sanna Magdalena Mörtudóttir (J). Formaður umhverfis- og skipulagsráðs: Dóra Björt Guðjónsdóttir (P). Formaður skóla- og frístundaráðs: Helga Þórðardóttir (F).
Formennska í öðrum helstu ráðum og nefndum skiptist þannig: Mannréttinda- og lýðræðisráð: Sabine Leskopf (S). Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð: Skúli Helgason (S). Stafrænt ráð: Alexandra Briem (P). Innkaupa- og framkvæmdaráð: Andrea Helgadóttir (J). Almannavarnanefnd: Heiða Björg Hilmisdóttir (S) og
...