Agustson-reitur í gamla hluta Stykkishólms tekur miklum breytingum ef tillögur að nýrri uppbyggingu á svæðinu verða samþykktar. Tillögurnar gera ráð fyrir mikilli og glæsilegri uppbyggingu en verkefnið er á forræði lóðarhafa
Stykkishólmur Frystihús Sigurðar Ágústssonar og Kaupfélags Stykkishólms voru burðarásar í atvinnulífi Hólmara í tugi ára. Hlutverki þeirra er lokið.
Stykkishólmur Frystihús Sigurðar Ágústssonar og Kaupfélags Stykkishólms voru burðarásar í atvinnulífi Hólmara í tugi ára. Hlutverki þeirra er lokið. — Morgunblaðið/Gunnlaugur A. Árnason

Úr bæjarlífinu

Gunnlaugur A. Árnason

Stykkishólmi

Agustson-reitur í gamla hluta Stykkishólms tekur miklum breytingum ef tillögur að nýrri uppbyggingu á svæðinu verða samþykktar. Tillögurnar gera ráð fyrir mikilli og glæsilegri uppbyggingu en verkefnið er á forræði lóðarhafa. Augljós metnaður er fyrir verkefninu og verður áhugavert að fylgjast með framvindu málsins. Markmiðið er að þetta mikilvæga svæði í hjarta Stykkishólms verði styrkt frá því sem nú er og reynt eftir bestu getu að laga uppbygginguna að næsta umhverfi.

Reiturinn tekur til þriggja lóða; Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir hóteli með samkomu- og ráðstefnusal, verslunar- og þjónusturýmum og bílastæðakjallara á Austurgötu 1, einnig íbúðabyggingu með verslun

...