Gervigreind er orðin mál málanna í framhaldsskólum. Góð reynsla þykir hafa fengist í þessu með starfi þverfaglegs hóps í Tækniskólanum sem kennir á K2 Tækni- og vísindaleið, stúdentsbraut í bekkjakerfi
Vélmenni Þjarkur mataður af gervigreind sem ætlaður er í flutningastarfsemi tekur sporið í Lissabon nýlega.
Vélmenni Þjarkur mataður af gervigreind sem ætlaður er í flutningastarfsemi tekur sporið í Lissabon nýlega. — AFP/Patricia De Melo Moreira

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Gervigreind er orðin mál málanna í framhaldsskólum. Góð reynsla þykir hafa fengist í þessu með starfi þverfaglegs hóps í Tækniskólanum sem kennir á K2 Tækni- og vísindaleið, stúdentsbraut í bekkjakerfi. Áfangi um gervigreind var í fyrsta skipti kenndur á haustönn í fyrra og er aftur á dagskrá næsta haust. Kennarar skólans þróuðu áfangann frá grunni, meðal annars með það í huga að í gervigreind gerast hlutir nú hratt og markverðar nýjungar koma reglulega inn.

Byltingin er hröð

„Byltingin er hröð og öll erum við farin daglega að nota gervigreind. Nemendur eru ótrúlega fljótir að setja sig inn í málin, mun fljótari en við sem eldri erum. Því er mikilvægt að tryggja stöðuga fræðslu og þjálfun fyrir okkur sem störfum í skólunum, því ella

...