Þorbjörn Einar Jónsson fæddist 10. nóvember 1939. Hann lést 8. febrúar 2025.

Útför hans fór fram 19. febrúar 2025.

Stórvinur minn, Þorbjörn, er fallinn frá. Þó svo að hann væri orðinn 85 ára kom kallið óvænt. Heilsan var að vísu nokkuð farin að gefa sig en við vorum samt búnir að ganga frá hefðbundnum veiðiferðum í sumar, þær voru ávallt mikið tilhlökkunarefni. Hann mun hér eftir vera með stöng sína á hinum eilífu veiðilendum og eflaust hitta þar gamla félaga.

Við Þorbjörn kynntumst í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg fyrir áratugum. Vorum að vísu báðir réttum megin við rimlana, hann sá um öll rafmagnsmál í þessu gamla húsi, ég vann hjá Fangelsismálastofnun. Fljótlega fórum við að fara ásamt fleiri félögum í veiðiferðir á sumrum. Arnarvatnsheiði, Veiðivötn og Skagaheiðin voru þar efst á blaði.

...