Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og er frestur til að sækja um embættið til og með 28. febrúar næstkomandi. Vestmannaeyjar hafa verið lögreglustjóralausar um hríð, en Karl Gauti Hjaltason, …

Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og er frestur til að sækja um embættið til og með 28. febrúar næstkomandi.

Vestmannaeyjar hafa verið lögreglustjóralausar um hríð, en Karl Gauti Hjaltason, sem gegnt hefur embættinu, var kjörinn á Alþingi í síðustu þingkosningum og fékk í framhaldinu leyfi frá störfum í Eyjum.