Ég hafði aldrei heyrt þessarar konu getið en platan rúllar eins og Katla sé búin að vera heillengi í bransanum.
Postulín „Glúrið, vel upp tekið og útsett popp með skemmtilegum textum,“ segir rýnir um sköpun Kötlu Yamagata.
Postulín „Glúrið, vel upp tekið og útsett popp með skemmtilegum textum,“ segir rýnir um sköpun Kötlu Yamagata.

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Sumt af því sem ætti annars heima hér hef ég þegar afgreitt á síðum þessum og annars staðar. Mig langar því að tæpa á nokkrum plötum sem rötuðu ekki í þær skrifrásir, stöndug verk sem gefa mikil efnilegheit til kynna.

Fyrst vil ég nefna að Katla Yamagata gaf út stuttskífu, Postulín. Ég hafði aldrei heyrt þessarar konu getið en platan rúllar eins og Katla sé búin að vera heillengi í bransanum. Glúrið, vel upp tekið og útsett popp með skemmtilegum textum. Dúettinn Amor Vincit Omnia (Erla Hlín Guðmundsdóttir og Baldur Skúlason) læddi þá út fimm laga plötunni brb babe nánast óséðri. Góð tónlist spyrst hins vegar út og skemmtilegur snúningur dúettsins á r og b og danstónlist hefur fengið margan til

...