
Ken Casey úr Dropkick Murphys.
— AFP/Jean-Christophe Verhaegen
Pönk Tvö lífseig pönkbönd, Dropkick Murphys og Bad Religion, ætla saman í tónleikaferð um Bandaríkin í sumar undir yfirskriftinni „Summer of Discontent“. Lagt verður í'ann 22. júlí og lokagiggið verður 17. ágúst. Ken Casey, söngvari Dropkick Murphys, kvaðst í yfirlýsingu vera mökkpeppaður fyrir verkefninu. „Það verður geggjað að eyða sumrinu með þessum goðsögnum. Markmiðið er að bjóða fólki upp á eftirminnilegt kvöld þegar við mætum í bæinn. Þetta verður veisla!“ Greg Graffin, söngvari Bad Religion, er ekki síður spenntur. „Það að sameina böndin okkar og aðdáendur ætti að stuðla að epískum viðburði. Ég get ekki beðið.“