Einar Hermannsson og Ásgeir Örn Þorsteinsson, eigendur fyrstu leigumiðlunar með flugvélar hér landi, segja reksturinn hafa gengið vonum framar frá því að Leiguflug ehf., eða Air Broker Iceland, hóf störf í byrjun síðasta árs
Leiguflug Að sögn eigenda Air Broker fjölgar í hópi þeirra sem vilja leigja einkaþotu til að komast á milli landa.
Leiguflug Að sögn eigenda Air Broker fjölgar í hópi þeirra sem vilja leigja einkaþotu til að komast á milli landa. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Einar Hermannsson og Ásgeir Örn Þorsteinsson, eigendur fyrstu leigumiðlunar með flugvélar hér landi, segja reksturinn hafa gengið vonum framar frá því að Leiguflug ehf., eða Air Broker Iceland, hóf störf í byrjun síðasta árs.

„Fyrsta árið í rekstri hefur farið fram úr björtustu vonum. Það er greinilegt að mikil þörf er fyrir svona þjónustu á Íslandi. Það er ekki bara hjá Íslendingum, heldur einnig á meðal erlendra aðila sem þekkja ekki vel til aðstæðna, bæði á Grænlandi og hérlendis. Grænland hefur verið vinsælt síðustu mánuði, m.a. vegna umfjöllunar í kjölfar þess að Donald Trump forseti Bandaríkjanna lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa landið,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið.

Flugvélar af öllum

...