
Frumraunin Elísabet Gunnarsdóttir ræðir við sitt lið á Spáni í gær.
— AFP/Jose Jordan
Elísabet Gunnarsdóttir stýrði belgíska kvennaliðinu í fótbolta í fyrsta skipti í gærkvöldi er liðið mætti heimsmeisturum Spánar á útivelli í A-deild Þjóðadeildarinnar. Urðu lokatölur eftir lygilegan lokakafla 3:2 fyrir Spáni. Mariam Toloba kom Belgíu yfir á 18. mínútu og Tessa Wullaert tvöfaldaði forskotið á 72. mínútu. Cláudia Pina minnkaði muninn á 77. mínútu og þær Lucía García og Cristina Martín-Prieto skoruðu báðar í uppbótartíma fyrir Spán.