„Hér er leitast við að koma til móts við sjúklinga sem geta verið heima og fengið sína meðferð heima. Þetta er mörgum þægilegra en sjúkrahúsvist og mun ódýrara en að dveljast inniliggjandi á deild,“ segir Halldóra Hálfdánardóttir,…

Samstarf Frá vinstri talið: Agnes Smáradóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina Landspítalans, Ásdís Ingvarsdóttir og Ásta Ingibjörg Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingar heimaspítala krabbameinsþjónustu og lengst til hægri Halldóra Hálfdánardóttir sem er forstöðuhjúkrunarfræðingur.
— Morgunblaðið/Eyþór
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hér er leitast við að koma til móts við sjúklinga sem geta verið heima og fengið sína meðferð heima. Þetta er mörgum þægilegra en sjúkrahúsvist og mun ódýrara en að dveljast inniliggjandi á deild,“ segir Halldóra Hálfdánardóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur krabbameinsþjónustu Landspítala.
Hliðargeta við aðra starfsemi
Síðast í janúar fór af stað á Landspítala þróunarverkefni Hospital@Home sem er skv. erlendri fyrirmynd og heitir á íslensku einfaldlega Heimaspítali. Þetta er hliðargeta við starfsemina á 11BC og 11EG sem eru deildir blóð- og krabbameinslækninga. Sú fyrrnefnda er göngudeild en hin legudeild með 28 rúmum. Þeim verður senn fjölgað um þrjú og er það samkvæmt þörf því á síðasta ári var rúmanýtingin nærri 115%. Allt
...