— Morgunblaðið/Ásdís

Bjóstu við að stríðið yrði svona langt?

Nei, satt að segja hélt ég að það yrði í tvö ár í mesta lagi. Vonir okkar fara dvínandi og þegar við horfum á fréttir þessa dagana verðum við skelfingu lostin. Okkur finnst Bandaríkin hafa svikið okkur. Nú er þessi þjóð sem ætlaði að verja okkur að semja um að fá auðlindir okkar. Trump er að semja við Pútín en samningaviðræður eiga ekki að líðast án okkar. Okkur líður eins og þegar fórnarlambi nauðgunar er kennt um nauðgunina. Það var gerð innrás í landið okkur en nú er okkur kennt um að það sé stríð. Bandaríkin gáfu okkur ekki þau vopn sem okkur var lofað. Það má líkja þessu við að gefa sveltandi fólki daglega brauðmola; rétt nóg til að halda í fólki lífinu en ekki nóg til að lifa.

Finnið þið fyrir stuðningi frá öðrum ríkjum?

...