Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að falla frá umdeildum áformum um að breyta tollflokkun erlendra mjólkurvara, nánar tiltekið pitsaosts með viðbættri jurtaolíu. Frá þessu greindi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra á samfélagsmiðlum í gær
Daði Már Kristófersson
Daði Már Kristófersson — Morgunblaðið/Kristófer Liljar

Hermann Nökkvi Gunnarsson

hng@mbl.is

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að falla frá umdeildum áformum um að breyta tollflokkun erlendra mjólkurvara, nánar tiltekið pitsaosts með viðbættri jurtaolíu.

Frá þessu greindi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra á samfélagsmiðlum í gær.

Sex samtök bænda höfðu gagnrýnt áform Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, verulega og sagt að breytingin myndi valda stórauknum innflutningi og þar með myndu íslenskir bændur verða af hundruðum milljóna króna.

„Ég hef heyrt áhyggjur bænda af því að til standi að breyta tollflokkun jurtaosts til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og að breytingin kunni að hafa í för með sér neikvæð

...