Af þessu verður að draga þá ályktun að ESB hafi á einhverjum tímapunkti talið mjólkurost ost í skilningi 4. kafla tollskrár en svo breytt afstöðu sinni.
Atli Már Traustason
Atli Már Traustason

Atli Már Traustason.

Þann 17. febrúar sl. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í hinu „seinna pitsuostsmáli“ Danóls ehf. á hendur íslenska ríkinu.

Um þetta mál hefur verið fjallað áður fyrir dómstólum og ítrekað hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að flokka ætti vöruna í 4. kafla tollskrár. Danól krafðist þess nú enn á ný að varan skyldi flokkuð í 21. kafla tollskrárinnar en tapaði málinu og var dæmt til að greiða ríkinu 950 þús. kr. í málskostnað.

Um niðurstöðu Héraðsdóms

En fyrst um forsendur hins nýuppkveðna dóms. Forsendur Héraðsdóms eru ítarlegar og vel rökstuddar. Þar er m.a. ítrekað vísað til dóms Landsréttar í „hinu fyrra pitsuostsmáli“ þar sem kröfu Danóls ehf. um að tollflokka pitsuostinn í 21. kafla var hafnað. Reyndar gengur

...