RÚV og staða fjölmiðla voru til umræðu á Alþingi í vikunni. Það er ljóst að RÚV hefur mikilvægt menningarlegt gildi fyrir íslenskt samfélag. RÚV er ekki bara fjölmiðill heldur mikilvæg menningarstofnun sem stuðlar að sterkri íslenskri sjálfsmynd,…
Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Ása Berglind Hjálmarsdóttir

RÚV og staða fjölmiðla voru til umræðu á Alþingi í vikunni. Það er ljóst að RÚV hefur mikilvægt menningarlegt gildi fyrir íslenskt samfélag. RÚV er ekki bara fjölmiðill heldur mikilvæg menningarstofnun sem stuðlar að sterkri íslenskri sjálfsmynd, eflingu listar og menningar og aðgengi allra landsmanna að vönduðu og fjölbreyttu menningarefni. Það er hins vegar skýrt að við okkur blasir mikill vandi á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Við því þarf að bregðast, og við þessu er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að bregðast.

Logi Einarsson, ráðherra fjölmiðlamála, hefur tilkynnt að hann ætli að fara í heildarendurskoðun á fjölmiðlaumhverfinu. Einkareknir fjölmiðlar eiga undir högg að sækja á Íslandi. Árið 2008 störfuðu 2.363 við fjölmiðla á Íslandi en í lok árs 2022 voru þeir 907. Burðugum miðlum hefur fækkað hratt og nú er staðan sú að eitt dagblað er eftir í landinu sem er lesið af um helmingi þess hóps sem las

...