Arnar Sigurðsson, Addi Sandari, fæddist 15. nóvember 1931. Hann lést 28. janúar 2025.

Útför Arnars fór fram 21. febrúar 2025.

Það er oft sagt að líf okkar sé ekki einungis mótað af þeim sem við þekkjum, heldur einnig af þeim sem við völdum að vinna með. Addi var einn þeirra sem ég var svo heppinn að kynnast og umgangast, bæði sem samstarfsfélaga og vin, þrátt fyrir mikinn aldursmun, ég um tvítugt og Addi þá um fimmtugt, en einnig sem ómetanlegur hluti af lífi fjölskyldunnar.

Addi og faðir minn byrjuðu að vinna saman upp úr 1975 og urðu óaðskiljanlegir samstarfsfélagar í gegnum árin. Það var árið 1980, þegar ég byrjaði sjálfur að vinna með þeim á fasteignasölunni Fasteignahöllin á Háaleitisbraut 58-60, sem ég fékk að kynnast Adda betur og uppskera dýrmæta vináttu og lærdóm á þessum tíma. Hann var

...