Í gær varaði Vegagerðin við steinkasti frá Borgarnesi að Holtavörðuheiði og ósléttum vegi og steinkasti á heiðinni. Við blæðingarnar safnast upp lausir steinar á veginum sem geta skapað hættu. Vegakerfið virðist vera að gefa sig á stórum landsvæðum

Holur Um sex þúsund kílómetrar af vegakerfi Vegagerðarinnar eru með bundnu slitlagi. Klæðing er bundið slitlag sem er mun ódýrara en malbik.
— Ljósmynd/Vegagerðin
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
Í gær varaði Vegagerðin við steinkasti frá Borgarnesi að Holtavörðuheiði og ósléttum vegi og steinkasti á heiðinni. Við blæðingarnar safnast upp lausir steinar á veginum sem geta skapað hættu. Vegakerfið virðist vera að gefa sig á stórum landsvæðum. Sigþór Sigurðsson framkvæmdastjóri Colas sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að innviðaskuldin væri 10 milljarðar á ári, síðan í efnahagshruninu 2009. Engin leið væri út úr vandanum önnur en að tvöfalda fjárveitingar til viðhalds veganna, úr 10 milljörðum í 20 milljarða á ári.
Ástæða blæðinga í klæðningu
Pálmi Þór Sævarsson svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar útskýrði ágætlega í viðtali við Morgunblaðið þann 18. febrúar sl. hvað valdi því að blæðing verði á
...