Í gær varaði Vegagerðin við steinkasti frá Borgarnesi að Holtavörðuheiði og ósléttum vegi og steinkasti á heiðinni. Við blæðingarnar safnast upp lausir steinar á veginum sem geta skapað hættu. Vegakerfið virðist vera að gefa sig á stórum landsvæðum
Holur Um sex þúsund kílómetrar af vegakerfi Vegagerðarinnar eru með bundnu slitlagi. Klæðing er bundið slitlag sem er mun ódýrara en malbik.
Holur Um sex þúsund kílómetrar af vegakerfi Vegagerðarinnar eru með bundnu slitlagi. Klæðing er bundið slitlag sem er mun ódýrara en malbik. — Ljósmynd/Vegagerðin

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Í gær varaði Vegagerðin við steinkasti frá Borgarnesi að Holtavörðuheiði og ósléttum vegi og steinkasti á heiðinni. Við blæðingarnar safnast upp lausir steinar á veginum sem geta skapað hættu. Vegakerfið virðist vera að gefa sig á stórum landsvæðum. Sigþór Sigurðsson framkvæmdastjóri Colas sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að innviðaskuldin væri 10 milljarðar á ári, síðan í efnahagshruninu 2009. Engin leið væri út úr vandanum önnur en að tvöfalda fjárveitingar til viðhalds veganna, úr 10 milljörðum í 20 milljarða á ári.

Ástæða blæðinga í klæðningu

Pálmi Þór Sævarsson svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar útskýrði ágætlega í viðtali við Morgunblaðið þann 18. febrúar sl. hvað valdi því að blæðing verði á

...