Alexander Domalchuk-Jónasson vann öruggan og glæsilegan sigur í efsta flokki Norðurlandamóts ungmenna 20 ára og yngri sem fram fór í Borgarnesi um síðustu helgi. Íslendingar hafa yfirleitt náð gullverðlaunum í a.m.k
Öruggur sigur Alexander Domalchuk-Jónasson við taflið.
Öruggur sigur Alexander Domalchuk-Jónasson við taflið. — Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Alexander Domalchuk-Jónasson vann öruggan og glæsilegan sigur í efsta flokki Norðurlandamóts ungmenna 20 ára og yngri sem fram fór í Borgarnesi um síðustu helgi. Íslendingar hafa yfirleitt náð gullverðlaunum í a.m.k. einum flokki af fimm en keppendur í mótinu eru yfirleitt á aldursbilinu 8-20 ára. Nokkrir íslensku þátttakendanna voru að stíga sín fyrstu spor á þessum vettvangi. Tefldar voru sex umferðir á þremur dögum og hlaut Domalchuk 5½ vinning af 6 mögulegum og varð hálfum vinningi á undan næsta manni, sem er frá Færeyjum. Benedikt Briem hlaut bronsið í A-flokknum, en hann endaði í 3. sæti með 4 vinninga. Meinleg mistök strax í byrjun tafls gegn Domalchuk reyndust

...