
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Fram er komin á Alþingi beiðni til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um skýrslu um framkvæmd Samgöngustofu við lokun austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar og um viðbrögð Reykjavíkurborgar við erindum stofnunarinnar, m.a. með tilliti til meginreglna stjórnsýsluréttar. Er ráðherra m.a. spurður um hvort verklag Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Isavia í aðdraganda lokunarinnar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti.
Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins standa að skýrslubeiðninni, en fyrsti flutningsmaður málsins er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þess er óskað að í skýrslunni verði fjallað um samskipti Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu, Isavia
...