Hátíðir eiga að lyfta okkur upp úr hversdagslífinu, rifja upp, að við erum ekki maurar í þúfu, heldur einstaklingar í sálufélagi við ástvini, vini, fjölskyldu, samherja og samlanda.
Þótt árin færist yfir, er afmæli ætíð tilefni til hátíðarhalda. Þá hefur mér tekist að lifa af enn einn hringinn, sem jörðin fer í kringum sólina. Þegar ég átti 72 ára afmæli hinn 19. febrúar í ár, hélt ég upp á það með grillveislu heima hjá mér í Rio de Janeiro. Þá leituðu á hugann liðin stórafmæli, enda er minningin eina paradísin, sem enginn getur rekið okkur út úr.
Þegar ég varð þrítugur árið 1983, héldu vinir mínir mér fjölmennan fagnað í Héðinshúsinu og flaug ég sérstaklega til Reykjavíkur frá Oxford, þar sem ég stundaði þá nám. Þeir Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilmundur Gylfason, formaður Bandalags
...