
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Session Craft Bar, vinsælum bar við Bankastræti í miðborg Reykjavíkur, verður lokað eftir kvöldið í kvöld. Ástæðan er sú að forsendur rekstrarins eru brostnar eftir að opnunartími hans var styttur frá klukkan 1 á nóttu niður í 23 á kvöldin. Þetta var gert eftir að kvartanir bárust vegna hávaða. Barnum er lýst sem einum þeim rólegasta á þessu svæði en allt í kring eru skemmtistaðir sem opnir eru til fjögur eða hálffimm á nóttunni.
Ásmundur Þór Sveinsson, einn eigenda Session, segir forsvarsmenn staðarins hafa gefist upp eftir erfið samskipti við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. „Þetta byrjaði í kjölfar covid, sem hafði verið nógu erfiður tími. Þá fór að koma mikið af hávaðakvörtunum út af þessum rólega bar. Heilbrigðiseftirlitið gerði hljóðmælingar og skrifaði
...