
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Okkur vantar svona miðil og ég hef fengið miklar undirtektir eftir að ég birti þessa færslu,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Þór birti í vikunni ákall á Facebook-síðu sinni um að einhver tæki sig til og endurvekti bæjarblaðið Nesfréttir. Það var gefið út í rúm 36 ár af Kristjáni Jóhannssyni prentara en hefur ekki komið út eftir að hann féll frá síðla árs 2023.
Kveikjan að skrifum Þórs var sú að hann rak augun í hið rómaða blað Mosfelling sem gefið hefur verið út af myndarskap í Mosfellsbæ í tæpan aldarfjórðung.
„Okkur vantar þennan miðil aftur. Nesfréttir voru hluti af bæjarbragnum og voru lesnar spjaldanna á milli. Bærinn og stofnanir auglýstu viðburði og komu ýmsu á framfæri við íbúa. Skemmtilegar greinar og viðtöl auk íþróttafrétta voru vinsælar og svo auðvitað Seltirningur mánaðarins sem
...