Ragnar Einarsson Kvaran fæddist 22. febrúar 1894 í Winnipeg í Kanada. Hann var sonur Einars Hjörleifssonar Kvaran og Gíslínu Gísladóttur en fjölskyldan flutti til Íslands þegar Ragnar var eins árs. Hann lauk guðfræðiprófi árið 1917 og vann sem…

Ragnar Einarsson Kvaran fæddist 22. febrúar 1894 í Winnipeg í Kanada. Hann var sonur Einars Hjörleifssonar Kvaran og Gíslínu Gísladóttur en fjölskyldan flutti til Íslands þegar Ragnar var eins árs. Hann lauk guðfræðiprófi árið 1917 og vann sem bankaritari í Íslandsbanka frá 1917-1922, auk þess að leika með Leikfélagi Reykjavíkur, en hann þótti bæði góður leikari og söngvari.

Ragnar var ráðinn prestur í Kanada í Federated Church of Winnipeg 1922 og starfaði þar til ársins 1933. Hann var virkur í félagsmálum og var m.a. formaður Þjóðræknifélags Íslendinga, og stóð m.a. fyrir leiksýningum og skrifaði talsvert um andleg málefni, m.a. í tímaritið Morgun. Hann flutti aftur til Íslands árið 1933 og var ráðinn skrifstofustjóri skipulagsnefndar atvinnumála og árið 1936 fékk hann nafnbótina landkynnir þegar Ferðaskrifstofa ríkisins var stofnuð og var síðar forstöðumaður skrifstofunnar fram að dánardegi.

Ragnar kvæntist Þórunni Hannesdóttur og átti með henni þrjú börn,

...