Bókin sem ég er að lesa núna heitir Blómadalur eftir Niviaq Korneliussen. Ég hef áður lesið bók eftir sama höfund – Hómó Sapína sem ég fílaði vel en bækurnar eru eftir þrítuga grænlenska konu sem lýsir samtímanum þar í landi og snertir á…

Bókin sem ég er að lesa núna heitir Blómadalur eftir Niviaq Korneliussen. Ég hef áður lesið bók eftir sama höfund – Hómó Sapína sem ég fílaði vel en bækurnar eru eftir þrítuga grænlenska konu sem lýsir samtímanum þar í landi og snertir á flóknum viðfangsefnum eins og sjálfsvígum og upplifun hinsegin fólks í íhaldssömu samfélagi. Ég er mjög hrifin af samtímaskáldsögum eftir ungt fólk og get í því samhengi heilshugar mælt með Að telja upp í milljón eftir Önnu Hafþórsdóttur og Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur. Ég les allt eftir rithöfundaparið Bergþóru Snæbjörns og Braga Pál þó að sá síðarnefndi sé farinn að færa sig ansi mikið upp á skaftið í síðustu þremur bókunum sínum en uppáhaldsbókin mín er sú minnst ógeðslega – Austur.

Ég dvaldi í New York síðasta sumar og las þar æðislega sjálfsævisögu Juliu Fox – Down the drain sem lýsir ansi sjokkerandi uppvexti

...