Þetta verkefni er dálítið eins og mínímalísk tónlist. Þar vinn ég með fá viðfangsefni og endurtek þau.
Ein af myndum Joakim Eskildsen á sýningunni. Myndaröðin mun á næstu árum koma út í bók.
Ein af myndum Joakim Eskildsen á sýningunni. Myndaröðin mun á næstu árum koma út í bók.

Á samsýningunni Nánd hversdagsins eru sýndar rúmlega 60 ljósmyndir eftir þekkta alþjóðlega listamenn. Einn þeirra er danski ljósmyndarinn Joakim Eskildsen, en verk hans hafa verið sýnd víða um heim.

Eskildsen býr í Berlín ásamt fjölskyldu sinni og er þekktur fyrir ljósmyndir sínar um samfélög á jaðrinum, þar á meðal um Rómafólk. Á sýningunni í Listasafni Íslands sýnir hann myndaröðina Home Works, þar sem hann dregur upp mynd af heimilislífi fjölskyldunnar yfir langt tímabil.

Samfélag á jaðrinum

Hann segir ljósmyndaröð sína um líf Rómafólks hafa breytt lífi sínu, en hann vann að henni í sjö ár. „Forsaga þess verkefnis er sú að mér var boðið að kenna í Soweto í Afríku. Við konan mín, Cia, gerðum saman myndabók um nokkur þorp í Afríku, ég tók myndirnar og hún samdi textann. Þetta var

...