
Guðrún Hafsteinsdóttir segir mikilvægt að breyta ásýnd Sjálfstæðisflokksins og ná til stórra hópa fólks sem snúið hafi baki við flokknum á síðustu árum. Hún sé rétta manneskjan til þess. Hún telur að flokkurinn hafi í of miklum mæli talað máli öflugra aðila sem geti sjálfir haft orð fyrir sér. Leiða þurfi saman ólíkar stéttir og að reynsla hennar og bakgrunnur muni nýtast til þess.
Þetta kemur fram í hispurslausu og ítarlegu viðtali við Guðrúnu á vettvangi Spursmála sem aðgengilegt er á mbl.is. Þar segist hún ekki tilheyra neinni fylkingu innan flokksins. Það sjáist best á því að hún hafi ekki gefið sig að formlegu stjórnmálastarfi fyrr en árið 2021. Hins vegar þurfi að skoða breytingar á innra skipulagi Sjálfstæðisflokksins sem ýti undir erjur og geri fólki, sem um langan aldur hafi haft metnað til frama innan flokksins, kleift að hafa áhrif á flokks- og hverfafélög
...