Bíó Paradís Allra augu á mér / All Eyes on Me ★★··· Leikstjórn: Pascal Payant. Handrit: Pascal Payant. Aðalleikarar: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Oliwia Drozdzyk, Svandís Dóra Einarsdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir. Ísland, 2025. 88 mín.

Átök Þóra Karítas Árnadóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson í hlutverkum sínum í myndinni Allra augu á mér.
Kvikmyndir
Jóna Gréta
Hilmarsdóttir
Allra augu á mér er ný íslensk kvikmynd sem fjallar um Gunnar (Guðmundur Ingi Þorvaldsson) sem nákvæmlega ári áður en myndin hefst missti konu sína og son. Til að heiðra minningu þeirra ákveður hann að ganga að staðnum þar sem þau létu lífið og á leiðinni hittir hann pólska konu, Ewu (Oliwia Drozdzyk), sem er komin til Íslands til að fara í fóstureyðingu. Af hverju hún er fótgangandi úti í sveitinni þegar það er markmið hennar er óútskýrt eins og svo margt annað í myndinni. Ewa fær að fylgja honum, enda ekki í stakk búin til að ferðast í íslenskri náttúru þó að veðrið sé gott. Þau virðast í fyrstu gjörólík en þau eiga það sameiginlegt að búa yfir myrkri hlið og þegar þær mætast er voðinn vís.
Myndin var
...