
Myndlist
María Margrét Jóhannsdóttir
Ég vissi af bunka af teikningum niðrí kjallara hjá móður minni en hafði ekki haft tækifæri að fara í gegnum þær fyrr en nú. Persónulega finnst mér barnateikningar vera toppurinn á ísjakanum þegar kemur af listum, þar sem þau tákna eitthvað sem er óheflað, algjörlega hreint og laust við tilgerðarsemi. Það er líka áhugaverð pæling hvort toppinum séð náð þegar maður er barn og allt eftir það er maður að hamast við að halda í barnið í sér,“ er haft eftir Georg Óskari myndlistarmanni í sýningartexta nýrrar sýningar hans í Gallery Port við Hallgerðargötu sem ber heitið Fortíðin sem núið ber. Sýningin er sögð vera ferðalag í gegnum tímann „frá saklausum leikjum barnæskunnar á Dalvík, gegnum táningsárin á Akureyri til dagsins í dag“.