Um níuleytið annað kvöld verður ljóst hvort EM-draumur karlalandsliðsins í körfubolta verður að veruleika. Þá lýkur tveimur síðustu leikjunum í undankeppni EM 2025 þegar Ísland tekur á móti Tyrkjum í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 og á sama tíma mætast Ítalir og Ungverjar í Reggio Calabria

Szombathely Kristinn Pálsson reynir skot í leiknum gegn Ungverjalandi í fyrrakvöld þar sem heimamenn sigruðu með níu stiga mun.
— Ljósmynd/FIBA
EM 2025
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Um níuleytið annað kvöld verður ljóst hvort EM-draumur karlalandsliðsins í körfubolta verður að veruleika. Þá lýkur tveimur síðustu leikjunum í undankeppni EM 2025 þegar Ísland tekur á móti Tyrkjum í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 og á sama tíma mætast Ítalir og Ungverjar í Reggio Calabria.
„Þetta er enn í okkar höndum þó við höfum misstigið okkur aðeins í Ungverjalandi. Við stefnum á að vinna Tyrkina og með fulla Laugardalshöll og alvöru stemningu á allt að vera hægt,“ sagði landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson við Morgunblaðið en hann og félagar hans máttu þola tap gegn Ungverjum í Szombathely í fyrrakvöld, 87:78, og misstu þar af fyrra tækifærinu til að tryggja sér EM-sætið.