
Uppboð Styttan fræga eftir Claudel.
— AFP/Guillaume Souvant
Bronsstyttan „L'Age mur" eða „Þroskaaldurinn" eftir franska myndhöggvarann Camille Claudel (1864-1943) var boðin upp í Frakklandi á dögunum og seldist fyrir þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 436 milljónum íslenskra króna. AFP greinir frá og segir styttuna eiga að túlka aðskilnað Claudel við listamanninn og elskhuga hennar Auguste Rodin. Til eru nokkur eintök af styttunni en fyrrnefndur gripur fannst fyrir tilviljun í yfirgefinni íbúð í París.