Uppboð Styttan fræga eftir Claudel.
Uppboð Styttan fræga eftir Claudel. — AFP/Guillaume Souvant

Bronsstyttan „L'Age mur" eða „Þroskaaldurinn" eftir franska myndhöggvarann Camille Claudel (1864-1943) var boðin upp í Frakklandi á dögunum og seldist fyrir þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 436 milljónum íslenskra króna. AFP greinir frá og segir styttuna eiga að túlka ­aðskilnað Claudel við listamanninn og elskhuga hennar Auguste Rodin. Til eru nokkur eintök af styttunni en fyrrnefndur gripur fannst fyrir tilviljun í yfirgefinni íbúð í París.